Sofnaði

Ég er kannski bara svona næmur í minni húð eða eitthvað, en ég sé ekki hvernig það er mögulegt að sofna þegar maður fær sér tattoo, hvað þá í andlitið. Tattoo artistar, hvað þá þeir sem reyndir eru í bransanum (sem þessi virtist vissulega vera) myndu að ég held ekki taka þá áhættu að láta viðskiptavininn sofa í stólnum hjá sér á meðan á öllu stendur.

Ég er enginn sérfræðingur um tattoo en mér finnst vera athyglissýkis- og peningaplottsfnykur af þessu máli.

Gleðilegan þjóðhátíðardag annars!


mbl.is Vaknaði með 56 stjörnur á andlitinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já annað hvort það eða að hún hafi bara ekki gert sér fyllilega grein fyrir hvað hún var að biðja um og vilji kenna einhverjum öðrum um að hún hafði ekki vit fyrir sjálfri sér.

Iris (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 13:01

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hið tortryggnislega mál. Sammála því.

Ég vorkenni tattoo gæjanum. Bæði vegna málsins og líka vegna þess hvernig hann lítur út.

Jóna Á. Gísladóttir, 17.6.2009 kl. 13:46

3 Smámynd: Íris Hólm Jónsdóttir

Það er tvennt sem er skrítið finnst mér. Ef hún vaknaði "allt í einu" við stóru stjörnuna á nefinu, af hverju eru  þá 3 umfram hana? Og... EF þetta er var ekki það sem hún bað um, af hverju leyfði hún tattoo artistanum að taka mynd af henni fyrir möppuna?

Íris Hólm Jónsdóttir, 17.6.2009 kl. 13:52

4 Smámynd: Rebekka

Jamm, ótrúlegt að hún skyldi geta sofnað, bæði við hávaðann í vélinni, með þennan skuggalega húðflúrgaur yfir sér (hvað var hann eiginlega með marga lokka í munninum?!!) og svo sársaukann...   Sú sefur nú fast. 

Rebekka, 17.6.2009 kl. 16:22

5 identicon

Caid! I have found you. En ég á bágt með að trúa stelpunni. Þetta virkar eins og saga spunnin á staðnum til lað forðast reiði pabbans.

P.S. Dr. Kenneth Noisewater biður að heilsa.

Gummi Valur (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 19:25

6 identicon

Ég er reyndar ekki með tattoo og veit ekki hvernig svona gengur fyrir sig, en er ekki sínu sárt að fá sér tattoo í andlitið?? þar sem húðin er þynnri þar en t.d. á handleggjunum? Gæti mögulega verið að hún hafi fengið hjálp við að "sofna"?? ég á allavegana erfitt með að sofna ef ég finn til!

magnea (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 20:34

7 Smámynd:

Einmitt það sem ég vildi sagt hafa.

, 18.6.2009 kl. 01:13

8 identicon

Reyndar gæti alveg hafa liðið yfir hana. Maður fær blóðsykurfall þegar maður er tattooverður, hún yrði ekki sú fyrsta til að "sofna" í tattoo-i.

Nafn (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 02:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband